fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Herra langveikur

Eyjan
Laugardaginn 15. mars 2025 06:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkru síðan greindist ég með sjaldgæfan hjartakvilla eftir dramatíska sýnatöku úr hjartanu og smásjárskoðun í Danmörku. Þetta eru langvinn veikindi svo að ég er langveikur þjóðfélagsþegn. Einkennin eru mæði og svo miklir erfiðleikar við gang að ég þarf stundum að styðjast við göngugrind. Læknarnir mínir voru uppveðraðir í byrjun en smám saman hvarf nýjabrumið og hversdagsleikinn blasti við. Allir læknar eru sammála um að langveikir eru leiðinlegir sjúklingar vegna þess hversu tilbreytingarlaust ástandið er. Samtölin eru keimlík og ganga út á löturhæga versnun frá síðasta fundi.

Hjartalæknarnir mínir eru þrautþjálfaðir í hjartahnoði og björgun mannslífa við allar mögulegar aðstæður. Þeim líður best í bráðatilvikum þar sem einn sjúklingur er í hjartastoppi og annar í andnauð og þriðja er að blæða út. Þeir njóta sín vel í slíku drama blóðugir upp að olnbogum þar sem hraði og fumlaus vinnubrögð skipta öllu máli. Fyrir hetjulækna er jafn dapurlegt að fylgjast með langveikum sjúklingum og horfa á málningu þorna á vegg. Það er bara ekkert að frétta.

Stundum reyna þeir að gera sér upp áhuga og bæta einhverju lyfi við lyfjasúpuna sem fyrir er. Í næstu heimsókn er allavega hægt að spyrja hvort nýja lyfið hafi gert eitthvað gagn sem það gerir aldrei. Fyrir sjúklinginn er þetta dapurlegt ástand. Hann finnur hvað lækninum leiðist og fer smám saman að vorkenna honum. Ég hef reynt að ljúga upp dularfullum verkjum eða yfirliðum til að gleðja lækninn en hann sýnir slíkum málamyndareinkennum lítinn áhuga. Það eina sem sem Herra Langveikur getur gert til að bjarga málum er að fara í hjartastopp inni hjá lækninum svo að hann geti sýnt færni sína í endurlífgun og hetjulækningum. Það er eiginlega fátt annað sem þessir vesalingar geta tekið til bragðs til að gleðja lækninn sinn og sýnt honum þannig þakklæti fyrir áhuga og velvild um langt skeið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
EyjanFastir pennar
27.03.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna
EyjanFastir pennar
26.03.2025

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?