fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Fókus

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. mars 2025 19:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunin voru veitt í 97. sinn í gærkvöldi  í Dolby Theatre í Los Angeles. 

Bandaríski leikarinn Adrien Brody hreppti Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Brutalist.

Þegar Brody var byrjaður að ganga upp tröppurnar á sviðið og sendandi kossa til áhorfenda í salnum áttaði hann sig á því að hann var enn með jórturleðrið í kjaft. Hann tók það út og sneri við og ætlaði aftur í sætið sitt, óviss með hvað hann ætti að gera við tyggjóið.

Kærasta hans, leikkonan og tískuhönnuðurinn, Georgina Chapman, var fljót að koma honum til bjargar og kom hlaupandi að sviðinu með útréttar hendur.  Brody henti tyggjóinu í átt til hennar, en hitti ekki. 

Áhorfendur voru ekki sáttir og létu skoðun sína í ljós á X:

„Þú ert nýbúinn að vinna Óskarinn, af hverju ekki að setja tyggjóið í vasann á smókingnum?“

Annar sagði að staða hjá Chapman í að velja góða menn væri 0-2 og vísaði þar til fyrrum eiginmanns hennar, fyrrum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem ákærður var og dæmdur fyrir fjölda kynferðisbrota.

Sumir aðdáendur hvöttu Brody hins vegar til að giftast Chapman og tóku fram að parið hlyti að elska hvort annað fyrir að vilja redda hvort öðru í þessum aðstæðum.

Brody og Chapman

Brody tók sér síðan góðan tíma í þakkarræðu sína, og þverneitaði að hætta, þegar tónlist byrjaði að hljóma sem gefur vinningshöfum til kynna að þeir hafi látið móðan mása yfir tilsettan tíma. Hann sussaði einfaldlega í hljóðnemann og sagðist kunna þetta og hafa gert áður, tónlistin þagnaði og Brody kláraði sitt mál.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Í sundur eftir 27 ára hjónaband og hneyksli sem endaði með fangelsisvist

Í sundur eftir 27 ára hjónaband og hneyksli sem endaði með fangelsisvist
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hápunktur sjálfsdýrkunar“ – Tilætlunarsamur áhrifavaldur fékk að heyra það

„Hápunktur sjálfsdýrkunar“ – Tilætlunarsamur áhrifavaldur fékk að heyra það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræðalega augnablikið þegar Keith Urban var spurður út í Nicole Kidman

Vandræðalega augnablikið þegar Keith Urban var spurður út í Nicole Kidman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það sem þú vissir ekki um Ozempic-píkuna – Vandamálin ekki bara útlitsleg

Það sem þú vissir ekki um Ozempic-píkuna – Vandamálin ekki bara útlitsleg
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn góðkunni óþekkjanlegur eftir áfallið – „Ég hafði verið í nuddi og tók ekki eftir neinu“

Leikarinn góðkunni óþekkjanlegur eftir áfallið – „Ég hafði verið í nuddi og tók ekki eftir neinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Árni og Guðrún um OnlyFans og myndina af þeim sem er í dreifingu: „Það er munur á klámi og því sem við erum að gera“

Árni og Guðrún um OnlyFans og myndina af þeim sem er í dreifingu: „Það er munur á klámi og því sem við erum að gera“