fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“

Eyjan
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er allt annað en sátt við lyktir herbergjamálsins svokallaða en eins og DV greindi frá í dag hefur forsætisnefnd Alþingis ákveðið að Sjálfstæðisflokkurinn skuli víkja úr þingflokksherbergi sínu á jarðhæð þinghússins.

Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkurinn missir herbergið

Þingflokkur Samfylkingarinnar, sem er fjölmennasti þingflokkurinn eftir kosningarnar 30. nóvember sl., fer í hið svonefnda bláa herbergi, stærsta þingflokksherbergið í Alþingishúsinu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft til umráða í 84 ár, frá 1941, þremur árum áður en lýðveldið var stofnað.

Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir meðal annars:

„Augljóst er að breyttar reglur munu hvorki standast tímans tönn né einhvers konar breytingar á ríkisstjórn annað en þær reglur sem í gildi voru sem höfðu það að markmiði að koma í veg fyrir óþarfa rask og deilur innan þingsins. Nýjar reglur hafa engin slík sjónarmið að leiðarljósi.“

Þá er haft eftir Hildi Sverrisdóttir, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, að það hafi því miður sýnt sig að „Samfylkingunni sé í hinum ýmsu málum ekki mjög umhugað um reglur og hefðir“ á Alþingi.

„Reglur um þingflokksherbergi voru skýrar enda úrskurðaði skrifstofustjóri Alþingis að samkvæmt þeim ætti Sjálfstæðisflokkurinn að halda herbergi því sem hann hefur verið í síðan 1941,“ segir Hildur í tilkynningunni.

Hún heldur áfram:

„Þá bregst Samfylkingin við í krafti nýfengins meirihlutavalds síns og breytir með einu óvönduðu pennastriki reglunum til þess eins að taka herbergi Sjálfstæðisflokksins. Mér þykir þetta í raun með eindæmum lítilmannlegt en Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að eyða meiri tíma í þetta mál og þau þurfa að eiga við sig að hafa ákveðið að forgangsraða kröftum sínum og athygli á fyrstu dögum þingsins í að hafa af okkur þetta herbergi.“

Hildur hafði gefið til kynna að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins gæti farið í setuverkfall ef herbergið yrði tekið af þeim. Miðað við ummæli Hildar hér að ofan verður ekkert úr því.

„Sjálfstæðisflokkurinn getur að sjálfsögðu unnið í öllum rýmum hússins að því aðhaldi sem nauðsynlegt er gagnvart nýrri ríkisstjórn. Við bara kveðjum því herbergið okkar í bili og óskum þeim velfarnaðar þar sem hefur verið góður andi í 84 ár og við vonum að bláu veggirnir verði þeim gæfuríkt leiðarljós í sínum störfum,“ segir Hildur í tilkynningunni.

Þá segir að endingu að flokkurinn óski Samfylkingunni velfarnaðar í þessu sögufræga rými og skilji eftir „smávegis innflutningsgjöf“ í tilefni tímamótanna en myndina af henni má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“