fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Þetta má aldrei setja í þvottavél

Pressan
Sunnudaginn 16. febrúar 2025 17:30

Það getur verið gott að setja tennisbolta í þvottavélina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að þvottavélin sé líklega eitt mesta notaða heimilistækið, þá má ekki setja allt í hana. Sumt getur stíflað frárennslið, eyðilagt tromluna eða skemmt fatnað.

Eftirtalda hluti á aldrei að setja í þvottavél:

Fatnaður sem er þakinn dýrahárum – Ef þú átt hund eða kött, þá hefurðu örugglega upplifað að hár af dýrinu setjast á fatnað. Það er slæm hugmynd að skella hári þöktum fatnaði beint í þvottavélina. Hárin geta safnast saman í klumpa og stíflað vélina og það getur kallað á dýra viðgerð eftir því sem segir í umfjöllun CHIP. Notaðu límrúllu eða þurrkara, með síu, til að fjarlægja hárin áður en fatnaðurinn er settur í þvottavél.

Viðkvæm efni og leður – Fatnaður úr alpaka, kasmír og silki þarfnast sérstakrar meðhöndlunar því þessi efni skemmast ef þau eru sett í þvottavél og geta aflagast og misst hluta af mýkt sinni. Leðurhúðaðir jakkar, buxur eða skór eiga heldur ekki að fara í þvottavél því efnið getur stífnað og sprungur geta myndast í því.

Kíktu vel í vasana – Mynt, lyklar og aðrir harðir hlutir, sem við eigum til að gleyma í vösum, geta valdið alvarlegum skemmdum á þvottavélinni.

Skór með málmi – Það er hægt að þvo suma strigaskó en ef þeir eru með einhverjum málmi, þá má ekki setja þá í þvottavél. Það verður að þvo þá í höndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu