fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Breytingar í vændum á ensku deildarkeppninni?

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska utandeildin (National League) hefur skrifað bréf til liðanna í deildunum fyrir ofan og óskað eftir því að breytt verði um fyrirkomulag er kemur að falli úr D-deild niður í utandeildina sem og liðin sem fara upp í hina áttina.

Sem stendur fara aðeins tvö lið upp úr ensku utandeildinni, þar af eitt í gegnum umspil, og upp í D-deildina (League Two), en þrjú eða fjögur fara upp úr deidunum þar fyrir ofan.

Segja forráðamenn utandeildarinnar að þetta valdi ójafnvægi og færa einnig rök fyrir því að lið sem falli úr D-deildinni myndu með þessu fá aukið tækifæri til að snúa aftur í deildarkeppnina.

Félögin í deildarkeppninni, í B-D deild, þurfa þó að samþykkja breytinguna og eru þau sem eru í neðstu deild ekki öll allt of spennt. Heilt yfir er þó jákvæðni í garð tillögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Potter vill starfið eftir brottrekstur Danans

Potter vill starfið eftir brottrekstur Danans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er hópur Þorsteins fyrir tvo mikilvæga leiki

Svona er hópur Þorsteins fyrir tvo mikilvæga leiki