fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Trump vill setja sig í samband við Kim Jong-un – „Hann er klár gæi“

Eyjan
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 06:30

Kim Jong-un og Donald Trump þegar þeir hittust fyrir nokkurm árum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fox News birti langt viðtal við Donald Trump aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Meðal þess sem var rætt um var Norður-Kórea og samband Trump við Kim Jong-un, einræðisherra, sem stýrir landinu með járnhnefa.

Það var Trump sjálfur sem hóf umræðuna um Norður-Kóreu eftir að Sean Hannity, þáttastjórnandinn, hafði spurt hann út í hættuna sem stafar af Rússlandi, Íran og Kína.

Trump sagði að Íran skeri sig úr því þar sé það „öfgatrú“ sem ráði för.

„Ég skal nefna eitt dæmi. Kim Jong-un,“ sagði Trump og útskýrði síðan að hann hefði fundað með Barack Obama í Hvíta húsinu skömmu eftir að hann tók við völdum 2017. „Við sátum þarna og ég spurði hver væri stærsta ógnin. Það var Norður-Kórea. Og ég leysti það vandamál. Mér kom vel saman við Kim Jong-un. Hann er ekki öfgatrúarmaður. Hann er raunar mjög klár gæi. Kim Jong-un er mjög klár gæi,“ sagði Trump.

Þegar Hannity spurði hvort hann hafi í hyggju að setja sig í samband við Kim Jong-un aftur, stóð ekki á svari: „Já, það ætla ég að gera. Honum líkaði við mig og mér samdi vel við hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu