fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn

Pressan
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 06:30

Suðurafrískur lögreglumaður að störfum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír eru í haldi lögreglunnar í Jóhannesborg í Suður-Afríku, grunaðir um að hafa staðið að smygli á fólki og mansal. Mennirnir voru handteknir eftir að 26 naktir Eþíópíumenn fundust í húsi í borginni. Voru þeir fórnarlömb mansals.

The Guardian segir að tilkynnt hafi verið um brothljóð, sem bárust frá húsi einu, þegar margir af um 60 Eþíópíumönnum, sem var haldið þar föngnum, hafi brotist út úr húsinu. Allir voru þeir klæðalausir.

Lögreglan handtók þrjá menn á vettvangi, grunaða um mansal og vörslu skotvopna. 11 voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

Lögreglan hefur ekki enn haft upp á öllum Eþíópíumönnunum sem voru í húsinu.

Talsmaður lögreglunnar sagði að ummerki á vettvangi bendi til að um mansal hafi verið að ræða og að mennirnir hafi verið látnir vera naktir til að niðurlægja þá og koma í veg fyrir að þeir myndu flýja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri