fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Eyjan

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Eyjan
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Arnórsson, framkvæmdastjóri Flokks fólksins og aðstoðarmaður Ingu Sæland, ræður landsmönnum frá því að draga of víðtækar ályktanir af nýrri könnun Maskínu á fylgi flokkanna. Skoðanakannanir hafi sögulega vanmetið Flokk fólksins og ekkert tilefni til að ætla að annað eigi nú við þó að kosningar séu yfirstaðnar. Þetta kemur fram í grein Sigurjóns sem birtist hjá Vísi.

Maskína birti um áramót niðurstöður nýrrar könnunar á fylgi flokkanna og þar hafði fylgi flokksins dregist saman um rúm þrjú prósent, úr 13,8% niður í 10,6%. Margir drógu þá ályktun af þessu fylgistapi að kjósendur Flokks fólksins væru ekkert alltof sáttir með þær málamiðlanir sem Flokkur fólksins gerði í stjórnarviðræðum. Sigurjón bendir á að þessar tölur segi þó ekki alla söguna.

„Flokkur fólksins nær ekki inn á þing!“ var vinsæl fyrirsögn hjá fjölmiðlum í aðdraganda alþingiskosninganna árið 2021. Könnunarfyrirtækið Maskína birti reglulega kannanir sem spáðu að flokkurinn myndi ekki ná 5% fylgi í kosningunum. Ef svo hefði farið voru nær engar líkur á að flokkurinn fengi kjörinn þingmann. Ýmsir aðilar hvöttu kjósendur til að „sóa ekki atkvæði sínu“ í Flokk fólksins sem myndi hvort eð er ekki ná inn á þing og bentu á því til stuðnings niðurstöður skoðanakannana Maskínu“

Fyrir kjördag árið 2021 birti Maskína könnun og mældist flokkurinn þá með 6,1% fylgi. Upp úr kjörkössunum fékk flokkurinn þó tæp 9% sem þýddi að Maskína hafði vanmetið flokkinn verulega. Það sama á við um kosningarnar í ár. Maskína mældi fylgi Flokks fólksins 9,1% fyrir kjördag en upp úr kjörkassanum komu 14%. Aftur hafði Maskína verulega vanmetið flokkinn.

Fjölmiðlar hafi þó í engu minnst á þetta þegar fjallað var um nýjustu könnunina heldur var strax fullyrt að fylgi flokksins væri í frjálsu falli.

„Fyrirsögn Vísis og fréttastofu Stöðvar 2 var engu að síður: „Flokkur Fólksins dalar eftir kosningar.” En hvernig fékkst þessi fyrirsögn? Jú, nýjasta könnun Maskínu var nefnilega borin saman við það sem Flokkur Fólksins fékk upp úr kjörkössunum.

Engin tilraun var gerð til að benda á raunverulega hækkun á mældu fylgi Flokks fólksins um 1,5 prósent á milli kannana, né var því veitt athygli að Maskína hefur ávallt vanmælt fylgi flokksins stórkostlega. Heldur var ýjað að því að kjósendur flokksins væru ósáttir við flokkinn og stjórnarmyndun.“

Sigurjón segir nauðsynlegt að auka fagleg vinnubrögð mælingaraðila og draga úr villandi fréttaflutningi. Fjölmiðlar beri mikla ábyrgð enda geta fyrirsagnir og fréttir mótað almenningsálit. Nú þegar kjósendur eru farnir að kjósa með heilanum, eða taktískt, frekar en með hjartanu þá skipti vinnubrögðin enn meira máli.

„Það er bráðnauðsynlegt að auka bæði fagleg vinnubrögð mælingaraðila sem teikna ítrekað rammskakka mynd af almenningsáliti og samhliða því draga úr villandi fréttaflutningi. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð á því hvernig fyrirsagnir og umfjöllun móta almenningsálit og þjóðfélagsumræðuna og ættu að vanda verulega til verka. Margir kjósendur kjósa nú taktískt, sem gerir það enn varhugaverðara að setja of mikið traust á könnunaraðila eins og Maskínu sem hafa ítrekað sýnt miklar skekkjur – bæði með ofmælingum og vanmælingum á stjórnmálaflokkum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun