fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Pressan
Miðvikudaginn 11. desember 2024 04:03

Thomas Manizak

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí 1999 týndist Thomas Manizak, sem var þá 28 ára, þegar hann var á leið til Newport í Oregon í Bandaríkjunum. Hann hvarf algjörlega sporlaust og bar áralöng leit fjölskyldu hans að honum engan árangur. Að lokum var fjölskyldan komin á þá skoðun að leitin beindist nú að líkamsleifum en ekki lifandi manni.

Systir hans, Marcella Nasseri, tók þátt í leitinni að honum og hún gafst ekki upp. Fyrr á þessu ári rakst hún á ljósmynd af þessum löngu týnda bróður sínum þar sem hann lá á sjúkrahúsi í Kaliforníu.

Manizak getur ekki lengur talað  og hafði legið á sjúkrahúsinu vikum saman eftir að hann fannst sitjandi á gangstétt í Los Angeles.

Þegar hann fannst sagði Marcella að hún „væri himinlifandi að finna hann á lífi“.

En nú hefur málið tekið nýja og ljóta stefnu því nú er komið fram að Manizak er dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann var dæmdur fyrir hræðilega glæpi gegn barni yngra en 14 ára árið 1993. Hann sat í fangelsi í þrjú ár og hefur verið á skrá yfir kynferðisbrotamenn allar götur síðan.

MailOnline hefur eftir Marcella að fjölskyldunni hafi brugðið mjög þegar hún frétti af þessu. Hún sagði að afbrot hans nísti í hjartastað en hann sé enn bróðir hennar. „Ég sný ekki baki við holdi mínu og blóði. Ég elska hann og leitaði hans í 25 ár, allt annað er utanaðkomandi hávaði, hann er bróðir minn og ég elska hann,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf