fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Erlend netárás var gerð á Bland.is – Fólk varað við

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 06:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þú fékkst tilboð og gafst upp kreditkortaupplýsingar skaltu tafarlaust hafa samband við viðskiptabankann þinn,“ segir í skilaboðum sem blasa við þegar farið er inn á Bland.is.

Morgunblaðið greinir frá því í dag að erlend netárás hafi verið gerð á vefinn á fimmtudag í síðustu viku. Kristín Gestsdóttir, samskiptafulltrúi Sýnar, sem á og rekur Bland.is, segir við Morgunblaðið að einhverjir óprúttnir aðilar hafi fundið veikleika en búið sé að koma í veg fyrir vandann.

„Við virkjuðum viðbragðsáætlun okkar og öryggissérfræðingar okkar og frá Syndis gripu inn í,“ segir hún.

Á forsíðu Bland.is eru notendur beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þeir gætu hafa fundið fyrir síðustu daga.

„Sumir notendur fengu send fölsk tilboð í auglýsingar í þeim tilgangi að blekkja þá til að smella á hlekk og gefa upp kreditkortaupplýsingar. Við greiningu hjá okkar helstur öryggissérfræðingum kom í ljós að árásaraðilar höfðu fundið leið á síðunni til að senda tilboð til notenda án auðkenningar. Til að tryggja öryggi hefur auðkenning með rafrænum skilríkum verið tekin í notkun,“ segir í skilaboðunum.

Kristín segir að engar tilkynningar hafi borist um að notendur hafi hlotið fjárhagslegt tjón af árásinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd