fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 15:30

Tyson landaði góðu höggi en þá rak Paul út úr sér tunguna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kenningar fljúga nú á samfélagsmiðlum um að úrslitin í hnefaleikabardaganum á milli Mike Tyson og Jake Paul hafi verið ákveðin fyrir fram. Atvik þegar Paul rekur út úr sér tunguna er sagt sýna fram á það.

Breska blaðið Daily Mail greinir frá þessu.

Bardaginn þann 16. nóvember var afar umdeildur. Ekki sýst vegna þess að Tyson er orðinn 58 ára gamall. Strax í annarri lotu var farið að draga af Tyson og Paul hafði yfirhöndina restina af bardaganum. Eftir átta lotur var Paul lýstur sigurvegari með einróma dómaraákvörðun.

Nú hafa úrslit hins umdeilda baradaga verið dregin í efa. Það er vegna atviks þar sem Paul sést reka út úr sér tunguna.

„Jake Paul er að gefa Mike merki um að taka því rólega,“ skrifaði einn áhorfandi á samfélagsmiðilinn X.

Lét hann fylgja með myndbrot úr bardaganum þar sem Tyson náði góðu höggi beint á hökuna á Paul. Strax eftir það setti Paul tunguna út.

Sumir myndu telja að Paul hefði gert þetta til þess að sýna Tyson fram á að höggið hefði ekki meitt hann neitt. En samsæriskenningasmiðir telja að um merkjasendingu hafi verið að ræða.

Talsmaður fyrirtækisins Most Valuable Promotions, sem stóð að bardaganum, neitaði að svara spurningum Daily Mail um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndband af grínistanum í annarlegu ástandi vekur óhug

Myndband af grínistanum í annarlegu ástandi vekur óhug
Fókus
Fyrir 2 dögum

Neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum um Charlie Kirk

Neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum um Charlie Kirk
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru tilnefningarnar til Golden Globe

Þetta eru tilnefningarnar til Golden Globe
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan segir ógnvekjandi hversu margir nota þyngdarstjórnunarlyf – „Vita þær hvað þær eru að setja í líkama sína?“

Leikkonan segir ógnvekjandi hversu margir nota þyngdarstjórnunarlyf – „Vita þær hvað þær eru að setja í líkama sína?“