fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Pressan

Hakkarahópurinn Anonymous fer mikinn eftir að Trump var kjörinn – „Hann getur núna gert það sem honum sýnist“

Pressan
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 23:15

Hver verður næsti "Trump-hvíslarinn?"

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hakkarahópurinn Anonymous hefur farið mikinn á miðlinum X síðan ljóst varð að Donald Trump verði aftur forseti Bandaríkjanna.

Meðal annars hafa hakkararnir, í gegnum aðganginn ¥ourAnonNews á X, kynt undir samsæriskenningu um kosningarnar. Rétt er að geta þess að hópurinn er ekki miðstýrður og heldur úti nokkrum aðgöngum á X, en almennt er viðurkennt að YourAnonNews sé vissulega rekinn af meðlimum hópsins.

„Eitthvað kemur ekki heim og saman. Árið 2020 hlaut Biden 81 milljón atkvæða, Trump fékk 74 milljón atkvæði. Árið 2024 fékk Harris 66 milljón atkvæða, Trump fékk 71 milljón atkvæða. Ákváðu 15 milljónir demókrata að sitja hjá í þessum kosningum? Ákváðu 3 milljón stuðningsmanna Trump að sitja hjá í þetta skiptið? Það getur ekki verið.“

Aðrir notendur bentu þó á að hakkarahópurinn sé þarna að gleyma því að enn á eftir að telja öll atkvæðin og það geti vel passað að um 15 milljón atkvæði séu enn ótalin þó svo að búið sé að lýsa yfir sigri Trump. Þetta má rekja til þess að ekki er talið að ótalin atkvæði geti breytt niðurstöðunni.

Eins hefur hópurinn sent Palestínumönnum stuðningskveðjur, enda telja hakkararnir að nú muni Bandaríkin ekkert gera til að stöðva þjóðarmorðin þar í landi.

Hakkararnir eru eins sárir út í demókrataflokkinn sem þeir telja hafa fært sig of langt til hægri í von um að stela atkvæðum af Trump. Þetta hafi þvert á móti fælt trygga kjósendur frá þeim.

„Hann fékk öldungaþingið, hann fékk fulltrúadeildina, hann er með Hæstarétt og hann er með forsetaembættið. Hann getur núna gert það sem honum sýnist. Alræðið er mætt. Sumir munu fagna því, en jafnvel þeir munu þjást undan því.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings