fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Eyjan

Nýr leiðtogi breskra íhaldsmanna er kölluð „Frú ekkert kjaftæði“

Eyjan
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 09:00

Kemi Badenoch

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir margra mánaða bið hefur breski Íhaldsflokkurinn valið sér nýjan formann. Nýja formannsins bíður það verkefni að blása nýju lífi í flokkinn sem er ansi veikburða þessa dagana eftir þá útreið sem hann fékk í síðustu þingkosningum.

Nýi formaðurinn heitir Kemi Badenoch og er 44 ára. Hún er stundum kölluð „Frú ekkert kjaftæði“. Hún verður nú leiðtogi stjórnarandstöðunnar og hver veit nema hún verði síðar forsætisráðherra.

Fyrsta verkefni hennar verður að reyna að gera stjórn Verkamannaflokksins lífið leitt og vinna traust kjósenda en þeir hafa greinilega misst alla trú á Verkamannaflokknum eftir margra ára ringulreið og hvert hneykslismálið á fætur öðru. Það skilaði sér í skelfilegri útreið flokksins í þingkosningunum í sumar.

„Það er kominn tími til að byrja að vinna, það er kominn tími endurnýjunar,“ sagði hún á laugardaginn eftir að hún var kjörin formaður flokksins.

Kjör hennar er einnig sögulegt því hún er fyrsti svarti leiðtogi bresks stjórnmálaflokks.

Hún tilheyrir hægri væng flokksins og er sögð vera kona með mjög ákveðnar skoðanir og óhrædd við að tjá sig. Hún hefur verið talskona Brexit frá upphafi.

Stuðningsfólki hennar fellur vel bið beinskeyttan stíl hennar og hversu óhrædd hún er að takast á við viðkvæm mál.

Hún hefur gegnt nokkrum ráðherraembættum, síðast sem atvinnumálaráðherra í stjórn Rishi Sunak.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag