fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump

Eyjan
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 08:32

Selenskí heimsótti Ísland á dögunum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur brugðist við yfirvofandi sigri Donalds Trumps í bandarísku forsetakosningunum. Selenskí óskaði Trump til hamingju á samfélagsmiðlinum X og sagði að um magnaðan sigur væri að ræða.

Margir telja að það verði á brattann að sækja fyrir Úkraínumenn með Trump í Hvíta húsinu. Sjálfur hefur Trump gagnrýnt Selenskí fyrir að hafa ekki náð að stöðva stríðið við Rússa og látið að því liggja að Selenskí beri ábyrgð á stríðinu.

Í mars síðastliðnum lýsti Victor Orban, hinn umdeildi forseti Ungverjalands, því yfir að Trump hefði sagt honum að hann ætli að binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu.

Í færslu sinni á X sagðist Selenskí vonast eftir áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna. Þá rifjaði hann upp „frábæran“ fund sem hann átti með Trump í september síðastliðnum þar sem Selenskí kynnti fyrir honum áætlun um hvernig Úkraína getur unnið stríðið við Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk