fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Eyjan

Birgir dregur sig úr stjórnmálum

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 26. október 2024 18:11

Birgir Ármannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, mun draga sig úr framlínu stjórnmála að loknu núverandi kjörtímabili og er því ekki í kjöri til komandi alþingiskosninga.

Greinir hann frá þessu í færslu á Facebook og hefur þegar tilkynnt kjörnefnd kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um ákvörðun sína.

Kæru vinir og félagar.

Ég vildi upplýsa ykkur um það að ég hef í dag tilkynnt kjörnefnd kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um þá ákvörðun mína að draga mig út úr framlínu stjórnmálanna við lok þessa kjörtímabils. Ég mun því ekki verða í kjöri til þings í kosningunum 30. nóvember næstkomandi. Hér er um að ræða persónulega ákvörðun, sem vissulega hefur verið að brjótast um í mér lengi, en ég hef fundið það sterklega að undanförnu að ég væri tilbúinn til að breyta um vettvang eftir að hafa setið á Alþingi í meira en 21 ár og gegnt embætti forseta Alþingis undanfarin þrjú ár. Að sama skapi hef ég fundið fyrir miklum velvilja í minn garð og fengið hvatningu til að halda áfram. Þannig hef ég fundið stuðning af hálfu bæði kjörnefndar og náinna samstarfsmanna við að ég sæti áfram í þriðja sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Mér þykir afar vænt um þennan stuðning en tel engu að síður rétt fyrir mig að taka þessa ákvörðun. Ég mun að sjálfsögðu berjast áfram með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni og verð áfram tilbúinn að verða vinum mínum og samherjum innan handar í stjórnmálastarfinu eftir því sem þörf krefur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu