fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Kona í sjaldgæfum „víkingavagni“

Pressan
Laugardaginn 26. október 2024 15:30

Ein af víkingagröfunum sem fannst við uppgröftinn. Mynd: Museum Odense

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifauppgröftur í víkingagröf nærri bænum Åsum á Fjóni í Danmörku hefur skilað næstu heilum beinagrindum af 50 manns. Fornleifafræðingar hófu uppgröft þar eftir að bein komu í ljós þegar verið var að leggja rafstreng.

Það eru fornleifafræðingar frá Museum Odense sem hafa unnið við uppgröftinn. Í tilkynningu frá safninu segir að það sé sjaldgæft að finna líkamsleifar frá víkingatímanum, 793 til 1066, að hluta vegna þess að jarðvegurinn í Skandinavíu sé súr og því varðveitist bein ekki vel í honum. Það sé því algjörlega einstakt að finna 50 grafir með vel varðveittum beinagrindum.

Segja sérfræðingar safnsins að þetta veiti gott tækifæri til að gera margvíslegar vísindarannsóknir sem geti varpað ljósi á almennt heilsufar fólks, mataræði og uppruna hinna látnu. Rannsóknirnar geti einnig hugsanlega varpað ljósi á hvort fólkið var skylt, sem væri mjög merkilegt, því slík rannsókn hafi aldrei verið gerð á beinum úr svipuðum gröfum.

Grafirnar eru frá því á tíundu öld, hugsanlega þegar Gormur gamli réði ríkjum en hann sat í Jelling á Jótlandi. Eiginkona hans var Þyrí. Þau voru foreldrar Haraldar blátannar sem varð konungur þegar faðir hans lést 958. Haraldur taldi sig hafa snúið Dönum til kristni en á valdatíma föður hans var Ásatrú ríkjandi í Danmörku.

Margir íbúanna í Åsum voru auðugir og það gefa grafirnar til kynna. Til dæmis var kona í einni þeirri og hafði hún verið jarðsett í vöggulaga rúmi sem líkist víkingavagni. Hún var með fallegt hálsmen, járnlykil, hníf með silfurskafti og lítið glerbrot sem gæti hafa verið verndargripur.  Einnig var fagurlega skreyttur kistill í gröfinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun