fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

Guðmundur Árni hættir við framboð vegna heilsufarsástæðna – Styður Ölmu til forystu

Eyjan
Laugardaginn 19. október 2024 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, er hættur við að sækjast eftir oddvitasæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Þessa ákvörðun hefur hann tekið vegna tímabundinna heilsufarsástæðna.

Guðmundur greinir frá þessu á Facebook þar sem hann lýsir yfir stuðningi við Ölmu Möller, landlækni, til forystu í kjördæminu.

„Vegna tímabundinna heilsufarsástæðna og að læknisráði hef ég tekið þá ákvörðun að sækjast ekki eftir oddvitasætinu á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi né heldur taka sæti meðal efstu manna. Af ofangreindum ástæðum er fyrirliggjandi, að ég hefði ekki átt þess kost að taka þátt í komandi kosningabaráttu og þeim viðamiklu verkefnum sem framundan eru, af þeim krafti sem ég er vanur og vilji minn stóð til. Þess vegna stíg ég til hliðar að þessu sinni.

Ég fagna innkomu Ölmu Möller á listann og styð hana til forystusætis og vek einnig athygli á Guðmundi Ara Sigurjónssyni og Hildi Rós Guðbjargardóttur sem ungu forystufólki og fjölmörgum öðrum sem eru til forystu fallin í kjördæminu.

Jafnaðarmenn eru í góðum sóknarfærum undir ötulli forystu Kristrúnar Frostadóttur og ég mun styðja baráttu flokksfélaga minna eftir því sem mér er unnt. Einnig mun ég sinna áfram skyldum mínum sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaformaður flokksins eins og kostur er.

Ég bið fjölmiðla og aðra að virða þessa persónulegu aðstæður mínar og bið fyrir góðar kveðjur. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sægreifarnir læsa klónum í Sýn – væla svo út af fjölmiðlastyrknum

Orðið á götunni: Sægreifarnir læsa klónum í Sýn – væla svo út af fjölmiðlastyrknum