William Saliba varnarmaður Arsenal er efstur á óskalista Real Madrid næsta sumar samkvæmt fréttum í heimalandi hans Frakklandi.
Le 10 Sport segir að forráðamenn Real Madrid séu nú þegar byrjaðir að ræða við Saliba.
Saliba er öflugur franskur miðvörður sem hefur verið eins og klettur í vörn Arsenal síðustu ár.
Forráðamenn Real Madrid vilja styrkja vörnina næsta sumar og er Saliba ásamt Trent Alexander-Arnold bakverði Liverpool á listanum
Saliba er 23 ára gamall en ljóst er að Real Madrid þyrfti að greiða Arsenal væna summu til að hann fengi að fara á meðan samningur Trent við Liverpool er að renna út.