fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. september 2024 08:00

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur tekið áskorun félaga sinna um að fara í framboð í næstu alþingiskosningum.

Sanna lýsir þessu í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu í ágúst síðastliðnum er Sanna sá borgarfulltrúi sem hefur staðið sig best á kjörtímabilinu. Í könnuninni nefndu 18 prósent svarenda að Sanna hefði staðið sig best en þar á eftir komu Dagur B. Eggertsson, Hildur Björnsdóttir, Einar Þorsteinsson og Kolbrún Baldursdóttir.

Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi í Reykjavík – Sanna Magdalena orðin vinsælli en Dagur

Sanna, sem situr í kosningastjórn Sósíalistaflokksins, segir að ekki sé búið að ákveða hvernig valið verður á framboðslista fyrir komandi þingkosningar. Margir hafi lýst yfir áhuga á að taka sæti.

Um helstu áherslumál hennar nefnir Sanna húsnæðismálin sem séu í miklum ólestri. Þau séu grunnurinn að velferð, hvort sem litið er til leigumarkaðar eða fyrstu kaupenda. Þá þurfi að leiðrétta skattkerfið og tryggja að peningarnir séu sóttir til þeirra sem eiga nóg en er undanþegnir því að greiða til samfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“