fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Svandís ætlar að bjóða sig fram til formanns

Eyjan
Þriðjudaginn 24. september 2024 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Vinstri grænna. Svandís staðfesti þetta við blaðamann mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, tilkynnti í gær að hann hygðist ekki gefa kost á sér til formanns. Tilkynnti hann við sama tilefni að hann myndi styðja Svandísi til formanns og gefa kost á sér í embætti varaformanns.

Landsfundur Vinstri grænna fer fram í byrjun október og verður þar kosið um nýja forystu flokksins. Vinstri grænir hafa átt í vök að verjast í skoðanakönnunum en í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup mælist fylgi flokksins 3,4%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann