fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Fjárlagaumræðan hafi afhjúpað „algjört skeytingarleysi“ ríkisstjórnarinnar gagnvart láglaunafólki

Eyjan
Sunnudaginn 22. september 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fjárlagaumræðan á Alþingi undanfarna daga hafi afhjúpað algjört skeytingarleysi ríkisstjórnarinnar í garð þeirra landsmanna sem hafa unnið slítandi störf um langa ævi.

Jóhann Páll vekur athygli á þessu í pistli sem birtist hjá Vísi þar sem hann rekur að ríkisstjórnin hafi á sama tíma gerst sek um annað hvort alvarlegt skilningsleysi á ellilífeyriskerfinu eða um auma tilraun til að slá ryki í augu eldra fólks.

Hefur þingmaðurinn vakið athygli á því að ríkisstjórnin ætli að lækka jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna örorkugreiðslna um 4,7 milljarðar strax á næsta ári og afnema framlagið með öllu árið eftir.

„Ef fer sem horfir verða þannig lífeyrisréttindi í sjóðum verkafólks skert upp undir fjögur prósent.“

Formenn Framsóknar og Vinstri grænna haldi því fram að þessi lækkun muni ekki bitna á sjóðunum þar sem örorka er mikil. Jóhann Páll segir þau rök ekki halda neinu vatni. Fimm sjóðir séu með örorkutíðni yfir meðallagi; Gildi, Festa, Stapi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Lífeyrissjóður Rangæinga. Þessir sjóðir njóta í dag um 66 prósent af þessu jöfnunarfarmlagi.

„Mun eðli máls samkvæmt koma niður á flestum eða öllum þessum sjóðum og launafólki sem hefur greitt i þá.“

Jóhann Páll minnist eins á að boðuð hækkun á frítekjumarki eldri borgara, 11.500 krónur, sé sett fram með villandi hætti. Henni sé lofað sem kjarabót til eldri borgara sem gefi til kynna að allar þessar krónur muni skila sér inn á bankabækur eldri borgara. Það sé þó ekki svo í framkvæmd heldur muni raunveruleg kjarabót nema 3.500 krónum eftir skatt.

Nú standi yfir breytingar á örorkulífeyriskerfinu og greinilega ætli ríkisstjórnin að fjármagna þessa breytingu með því að seilast í ellilífeyri þeirra sem minnst mega við því. Þetta er fólkið sem hefur unnið erfiðustu störfin á lágmarkskaupi. Jóhann Páll lofar því að Samfylkingin muni standa fast gegn þessu áhlaupi á sjóði verkafólks.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi