fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Ísraelsmenn gera árásir á Beirút – Reykjarmökkur og miklar skemmdir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. september 2024 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelsher gerði skömmu eftir hádegi að íslenskum tíma loftárásir á Beirút, höfuðborg Líbanons, eftir að Hisbollah-samtökin réðust á skotmörk í norðurhluta Ísraels fyrr í dag.

BBC segir að sprengingar hafi heyrst víða í suðurhluta Beirút en ekki liggja fyrir upplýsingar um mannfall að svo stöddu.

Gríðarleg spenna ríkir í samskiptum Ísraels og Líbanons eftir að leyniþjónustustofnun Ísraels, Mossad, gerði árásir á liðsmenn Hisbollah-samtakanna í vikunni með því að sprengja símboða og talstöðvar. Um var að ræða þaulskipulagða árás sem var mörg ár í undirbúningi.

Allt á suðupunkti í Líbanon: Allsherjarstríð yrði „dómsdagsatburður“

BBC segir frá því að Ísraelsher hafi í árásum sínum eftir hádegið beint spjótum sínum að Dahieh-hverfinu í Beirút en það er eitt helsta vígi liðsmanna Hisbollah.

Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikla eyðileggingu í hverfinu; byggingar og bíla í rúst meðal annars. Hverfið er mjög þéttbýlt og því óttast að umtalsvert mannfall hafi orðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Í gær

Útlit fyrir bongó um helgina

Útlit fyrir bongó um helgina
Fréttir
Í gær

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“
Fréttir
Í gær

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti