fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Eyjan

Ársreikningaskil stjórnmálaflokka í ólestri – Af 150 sem þáðu peninga frá sveitarfélögum eru aðeins 21 rétt skráðir

Eyjan
Föstudaginn 6. september 2024 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins hafa um 31,5 prósent flokka eða samtaka, sem sæti áttu á Alþingi eða buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum árið 2022, skilað ársreikningi ársins 2022. Frá þessu greinir Ríkisendurskoðandi sem segir ársreikningaskil stjórnmálasamtaka í ólestri.

Stjórnmálaflokkum ber lögum samkvæmt að skila ársreikning fyrir 1. nóvember ár hvert fyrir síðastliðið ár. Fyrir árið 2022 hafa, líkt og áður segir, aðeins 31,5 prósent flokka og samtaka skilað reikningum.

„Er þessi niðurstaða sérstaklega ámælisverð í ljósi þess að margir þeirra aðila sem ekki hafa staðið skil á uppgjörum hafa þegið fjármuni frá sveitarfélögum en það er skilyrði fyrir úthlutun á fé úr ríkissjóð og frá sveitarstjórnum að viðkomandi flokkar eða samtök hafi staðið skil á reikningum sínum til ríkisendurskoðanda og að ríkisendurskoðandi hafi birt ársreikning þeirra.

150 aðilar þáðu greiðslur frá sveitarfélögunum árið 2022, en engu að síður eru bara 21 aðili skráðir á stjórnmálasamtakaskrá. Skilyrði úthlutunar fjár úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum sé að flokkar séu skráðir sem stjórnmálasamtök hjá ríkisskattstjóra og birt á stjórnmálasamtakaskrá.

Á vanskilalista Ríkisendurskoðunar fyrir stjórnmálaflokka og árið 2022 má sjá upptaliningu á þeim sem ekki hafa skilað ársreikning.

Þetta eru til dæmis:

  • Framsókn og félagshyggjufólk (Dalvíkurbyggð)
  • Vinir Kópavogs
  • Vopnafjarðarlistinn
  • Samfylking og óháðir Grindavík
  • Samfylking og óháðir Suðurnesjabær
  • Fyrir heildina (Fjallabyggð)
  • Sjálfstæðisflokkurinn Vesturbyggð
  • Sjálfstæðismenn og óháðir (Sveitarfélagið Vogar)
  • Frjáls í Framsókn (Hveragerði)
  • Framfaralistinn (Flóahreppur)
  • L-listinn (Hrunamannahreppur)
  • Framtíðarlistinn (Langanesbyggð og Svalbarðshreppur)
  • H listi Hörgársveitar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Dýrkun ljótleikans

Björn Jón skrifar: Dýrkun ljótleikans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Meiri samkeppni á eldsneytismarkaði hér en á hinum Norðurlöndunum

Framkvæmdastjóri N1: Meiri samkeppni á eldsneytismarkaði hér en á hinum Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar