
Það verður sennilega ekkert af skiptum Victor Osimhen frá Napoli til Chelsea.
Frá þessu greina helstu miðlar, en forráðamenn Chelsea hafa verið á Ítalíu í dag að reyna að klára skiptin. Það mun sennilega ekki takast úr þessu, en enska félagið bíður enn eftir svari við síðasta tilboði enska félagsins.
Framherjinn verður því áfram í Napoli, en samband hans við félagið er þó ekki sagt gott eftir sumarið.
Eina leið Osimhen til að fara væri þá sennilega að fara til Sádi-Arabíu á næstu dögum, þar sem glugginn er enn opinn.