fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433

Málþing um þjálfun á konum í knattspyrnu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 16:30

Frá höfuðstöðvum KSÍ / Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni af því að úrslitakeppni Bestu deildar kvenna fer að hefjast standa Hagsmunasamtök Knattspyrnukvenna og KSÍ fyrir málþingi um þjálfun á konum í knattspyrnu, miðvikudaginn 28.ágúst.

Af vef KSÍ
Málþingið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ – Laugardalsvelli á milli kl. 17:00-19:00. Aðgangur er ókeypis en við biðjum öll sem vilja mæta að skrá í gegnum þennan skráningarhlekk:

Skráningarhlekkur

Umfjöllunarefni málþingsins er þjálfun á knattspyrnukonum með tilliti til frammistöðu og heilsu leikmanna, með áherslu á álagsstýringu, líkamlegar kröfur, meiðsli, svefn, næringu og hugræna getu. Ræddar verða helstu áskoranir í þjálfun kvenna, stöðu rannsókna og mun á milli kynjanna, m.a. með tilliti til tíðahringsins.

Dagskrá málþingsins:

Setning málþings: Sólrún Sigvaldadóttir. KSÍ A, yfirþjálfari yngri flokka Keflavík
Erindi 1: Lára Hafliðadóttir, MSc. íþróttavísindi og þjálfun, KSÍ-B, Fitnessþjálfari: Líkamlegar kröfur og munur á milli kynjanna, tíðahringurinn.
Erindi 2: Sólveig Þórarinsdóttir, Sjúkraþjálfari og doktorsnemi. Algengustu meiðsli og forvarnir.
Erindi 3: Birna Varðardóttir. MSc. íþróttanæringarfræði, doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði. Næring og hlutfallslegur orkuskortur í íþróttum.
Erindi 4: Katrín Ýr Friðgeirsdóttir. MSc. íþróttavísindi og þjálfun, doktorsnemi. Svefn
Erindi 5: Grímur Gunnarsson. Sálfræðingur. Hugræn geta

Viðburðinum verður einnig streymt inni á Facebook síðu Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna og einnig verður upptöku deilt þar eftir viðburðinn.

Þau sem mæta á svæðið fá þrjú endurmenntunarstig á þjálfaragráðum KSÍ/UEFA. Þau sem skrá sig á streymi fá sendar spurningar að málþingi loknu og geta fengið þrjú endurmenntunarstig sömuleiðis, svari þau þeim og sendi svörin til fræðsludeildar. Þau sem hvorki komast á staðinn né geta verið viðstödd streymið, geta óskað eftir því að fá upptöku og spurningar sent til sín með því hafa samband við Dag Svein (dagur@ksi.is) eða Arnar Bill (arnarbill@ksi.is).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Julian McMahon látinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“