fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Viðræðum um Ugarte miðar þokkalega áfram

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 13:30

Manuel Ugarte. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðræðum miðar áfram hjá Manchester United og Paris Saint-Germain varðandi Manuel Ugarte, miðjumann síðarnefnda félagsins. Sky Sports fjallar um málið.

Erik ten Hag er á eftir miðjumanni og hafði til að mynda áhuga á Sander Berge hjá Burnley. Sá fór hins vegar til Fulham.

Ugarte var búinn að semja um eigin kjör við United í síðasta mánuði en félögin náðu að lokum ekki saman.

Viðræður eru hins vegar farnar af stað á ný og er hófleg bjartsýni hjá öllum aðilum að skiptin gangi í gegn fyrir gluggalok um mánaðarmótin.

Bæði félög vonast til þess að United geti keypt Ugarte af PSG en ef ekki kemur lán með kaupskyldu einnig til greina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur