fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Felix mættur aftur á Stamford Bridge

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 12:38

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hefur staðfest komu Joao Felix aftur til félagsins frá Atletico Madrid.

Enska félagið greiðir 42,6 milljónir punda, en skiptin marka endurkomu hans á Stamford Bridge. Hann lék með Chelsea á láni seinni hluta þarsíðustu leiktíðar.

Á síðustu leiktíð var Felix á láni hjá Barcelona, en hann var ekki inni í myndinni hjá Atletico.

„Ég er svo glaður að vera kominn aftur til Chelsea og get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Portúgalinn meðal annars eftir undirskrift.

Kaupin á Felix eru þau tíundu hjá Chelsea í sumar, en félagið hefur eytt yfir 200 milljónum punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur