fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Nýfæddir tvíburar hans dóu í sprengjuárás í gær

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohammed Abu al-Qumsan eignaðist heilbrigða tvíbura um liðna helgi, drenginn Asser og stúlkuna Ayssel, með eiginkonu sinni á Gaza. Í gærmorgun yfirgaf hann heimilið til að sækja fæðingarvottorð fyrir börnin en þá dundu ólýsanlegar hörmungar yfir.

Sprengju var varpað á heimili fjölskyldunnar í Der al Balah með þeim afleiðingum að Asser og Ayssel létust bæði. Ekki nóg með það heldur lést móðir þeirra og amma einnig í árásinni.

BBC og Sky News greina meðal annars frá þessu og í frétt Sky News má sjá myndband af örvingluðum föðurnum eftir að hann fékk fréttirnar af dauða fjölskyldu sinnar.

Í frétt BBC kemur fram að 115 nýburar hafi fæðst og dáið á Gaza síðan að stríðið braust út í október í fyrra.

AP greinir frá því að fjölskyldan hafi farið eftir fyrirmælum Ísraelsmanna sem gefin voru út þegar stríðið braust út þess efnis að leita skjóls á miðhluta Gaza. Þar hafði fjölskyldan dvalið síðustu mánuði og talið sig vera í tiltölulega öruggu skjóli.

BBC hefur óskað eftir viðbrögðum frá Ísraelsher vegna árásarinnar í gær en bent er á það að yfirvöld í Ísrael tjái sig sjaldan um árásir eins og þessar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“
Fréttir
Í gær

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið