fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Blokkera stefnumótaforrit fyrir samkynhneigða í Ólympíuþorpinu í París

Pressan
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólympíuleikarnir í París hefjast þann 26. júlí næstkomandi og sjálft Ólympíuþorpið er orðið krökkt af fólki með tilheyrandi mannlífi.

Í gegnum árin hafa gengið háværar sögur um að afreksíþróttafólk heimsins stytti sér stundir í þorpinu með rekkjubrögðum. Til að bregðast við því, segir sagan, þá er aðeins boðið upp á sérstök rúm úr pappa sem sögð eru kynlífsletjandi.

En það er annað þessu tengt sem hefur vakið athygli. Virkni stefnumótaforritsins Grindr, sem er vinsælt meðal samkynhneigðra, er til að mynda verulega takmörkuð í þorpinu.

Ástæðan er sú að á Grindr geta notendur séð staðsetningu hvors annars og vilja skipuleggjendur Ólympíuleikanna tryggja að engum íþróttamönnum, mögulega heimsfrægum, verði sparkað út úr skápnum af fjölmiðlum eða öðrum notendum.

Slíkt hefur átt sér áður stað. Á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro gekk blaðamaður Daily Beast um þorpið með öll helstu stefnumótaforritin, þar á meðal Grindr, og reyndi að bóka eins mörg stefnumót og viðkomandi var unnt.

Síðan var skrifuð grein, sem vakti mikið umtal, enda var fyrsta útgáfa hennar með persónugreinanlegum upplýsingum um íþróttamennina.

Í París er hins vegar búið að slökkva á þessari virkni, amk á Grindr, og getur enginn Grindr-notandi séð aðra notendur í þorpinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann