fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Carragher botnaði ekkert í þessu er hann horfði á úrslitaleikinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher botnar lítið í því uppleggi enska landsliðsins að láta markvörðinn Jordan Pickford svo oft sparka langt í úrslitaleik EM gegn Spáni í fyrrakvöld.

Liverpool-goðsögnin skrifar þetta í pistli fyrir Telegraph, þar sem hann fer yfir 2-1 tap Englands í úrslitaleiknum.

Pickford sparkaði oft langt í leiknum og þrátt fyrir að Jude Bellingham og Harry Kane hafi oft unnið skallaeinvígi í kjölfarið tapaði enska liðið oft boltanum.

„Eins og Southgate kom inn á í viðtali eftir leik héldum við boltanum ekki nægilega vel gegn liði sem getur drepið þig með því að halda boltanum endalaust. Ég trúi ekki að Jordan Pickford hafi verið beðinn um að fara svona oft langt,“ skrifar Carragher en tekur einnig fram að aðrir leikmenn hafi ekki boðið markverðinum upp á nógu góða möguleika.

„Ég hef spilað nógu marga leiki þar sem leikmenn fela sig og vonast til að eitthvað komi út úr því að sparka langt. Southgate er ekki að segja þeim að gera það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni