fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Iðnver gerir stóran samning við VSV

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 15:45

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Iðnver, og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri VSV, handsala samninginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iðnver hefur gert samning upp á annaðhundrað milljónir króna við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum (VSV) um sölu og þjónustu á vélasamstæðum frá Huber Technology sem mun hreinsa allt frávatn frá uppsjávarhúsi, hvítfiskvinnslu og loðnubræðslu félagsins. Afkastagetan er um 400M3 á klst.

Í tilkynningu segir að Mmarkmiðið með hreinsuninni er að auka verðmætasköpun hjá VSV en með því að bæta frárennslibúnað er hægt að nýta betur auðlindir félagsins. Með vélbúnaði frá Huber verður hægt að ná sem mestu af próteini úr frávatninu og endurnýta það í bræðslunni. Um verulegt magn er að ræða sem verður hægt að gera verðmæti úr sem annars færu til spillis. Nútímakrafa er að fyrirtæki fjárfesti í aukinni sjálfbærni í sínum rekstri sem stuðlar að aukinni verðmætasköpun að sögn Péturs Blöndal, framkvæmdastjóra Iðnver, en fyrirtækið býður upp á fjölbreyttar vörur fyrir sjávarútvegs- og iðnfyrirtæki.

„Það er afar ánægjulegt að ná þessum stóra samningi við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum sem er leiðandi fyrirtæki í sjávarútvegi. VSV hefur ávallt lagt mikla áherslu á gæði afurða sinna sem eru seldir á mörkuðum víða um heim,“ segir Pétur. 

Vélasamstæða frá Huber Technology sem VSV kaupir frá Iðnver.

Iðnver gerði nýverið samning við þýska fyrirtækið Huber Technology um að gerast umboðsaðili þess á Íslandi. Huber sérhæfir sig í nýsköpun og tækninýjungum fyrir skólp og iðnaðarskólp en þetta er í fyrsta skipti sem vörur fyrirtækisins eru til sölu á Íslandi. ,,Við finnum strax fyrir miklum áhuga og eftirspurn frá íslenskum fyrirtækjum á vörum frá Huber. Það kemur raunar ekki á óvart enda er þetta byltingarkenndur tæknibúnaður og vörur sem fyrirtækið er að bjóða upp á í tengslum við skólp og allt sem því viðkemur. Það er margt spennandi í gangi hjá Iðnver um þessar mundir,“ segir Pétur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg
Fréttir
Í gær

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum
Fréttir
Í gær

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“
Fréttir
Í gær

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins