fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Klæddu sig sem einn maður og svindluðu sér inn á kvikmyndasýningu

Stórskemmtilegt myndband

Auður Ösp
Þriðjudaginn 2. febrúar 2016 23:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bo Johnson og vinur hans Matthew ákváðu á dögunum að sjá hvort þeir gætu keypt sér miða á kvikmyndasýningu klæddir upp sem einn og sami maðurinn. Létu þeir þannig langþráðan draum rætast. Undirbúningurinn var ekki þrautalaus og óhætt er að segja að útkoman sé athyglisverð.

Bo hefur lengi haldið úti ráð á youtube þar sem hann birtir myndbönd af hinum ýmsu uppátækjum og að sjálfsögðu kom ekki annað til greina en festa tilraun þeirra félaga á filmu. Líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan krækir Matthew sig utan um Bo sem síðan klæðist gríðarstórri skyrtu og bol sem rúmar þá báða. Lítur hann þar af leiðandi út fyrir að vera einstaklega breiður um sig.

Þó ótrúlegt megi virðast þá heppnaðist tilraun þeirra félaga og komust þeir inn í kvikmyndahúsið með aðeins einn miða í stað tveggja. Víst er að þeir voru nokkuð lukkulegir með að hafa náð að uppfylla þennan gamla draum en myndbandið hefur þegar fengið rúmlega 1,5 milljónir áhorfa á youtube.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=zZaSnGwD2qM&w=600&h=390]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Í gær

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma