fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Stjarnan skiptir um þjálfara

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. júní 2024 17:29

Mynd: Stjarnan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Guðmundsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni og er Jóhannes Karl Sigursteinsson tekinn við. Félagið greindi frá þessu fyrir skömmu.

Kristján tók við Stjörnunni haustið 2018 og hefur liðið gert vel undir hans sjórn undanfarin ár. Gengið á þessari leiktíð hefur þó verið erfitt og situr Stjarnan í áttunda sæti.

Tilkynning Stjörnunnar
Kristján Guðmundsson hefur óskað eftir því að stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Kristján Guðmundsson tók við liði Stjörnunnar í október 2018 og undir hans stjórn hefur liðið tekið miklum framförum, bætt árangur sinn á milli ára og tekið þátt í Evrópukeppni félagsliða.

Á sama tíma og við þökkum Kristjáni kærlega fyrir vel unnin störf og óskum honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur þá tökum við vel á móti nýjum þjálfara en Jóhannes Karl Sigursteinsson hefur unnið með þjálfarateyminu við leikgreiningar síðustu 2 ár og þekkir því vel til liðsins.

Takk kærlega fyrir okkur Kristján Guðmundsson og velkominn Jóhannes Karl Sigursteinsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu