Eins og flestir vita þá var Jack Grealish ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir EM í Þýskalandi í sumar.
Grealish er leikmaður Manchester City og hefur í dágóðan tíma átt öruggt sæti í enska hópnum.
Eftir slæmt tímabil með Englandsmeisturunum var Grealish ekki valinn en hann er nú að æfa á æfingasvæði Juventus.
Grealish birti myndband af sér á æfingasvæði ítalska félagsins en hann er staddur á Ítalíu í sumarfríi.
Margir lásu of djúpt í þessa færslu Grealish en samkvæmt enskum miðlum eru litlar sem engar líkur á að Englendingurinn sé á leið til Ítalíu.
Grealish fékk leyfi frá Juventus og City að æfa á æfingasvæði stórliðsins svo hann gæti haldið sér í formi fyrir komandi tímabil.