fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
Eyjan

Þingmaður Viðreisnar: Þingið sent heim á morgun – stjórnarþingmenn geta illa verið í sama húsi

Eyjan
Föstudaginn 21. júní 2024 12:30

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar á von á því nú að afstaðinni umræðu og atkvæðagreiðslu um vantraust á matvælaráðherra verði þingið snarlega sent heim. Ástandið á stjórnarheimilinu sé slíkt að ríkisstjórnarflokkarnir eigi erfitt með að vera í sama húsi. Þetta yrði endurtekning á því sem gerðist í fyrra, þegar öllum þingmálum var skyndilega sópað af borðinu og þingið sent heim án fyrirvara.

Þetta kemur fram í færslu sem Þorbjörg Sigríður birti á Facebook í morgun.

„Í ár fara ekki alveg öll mál í ruslið en flest stærstu málin munu rata þangað. Í annað árið í röð verður það ekki vegna stjórnarandstöðu heldur vegna þess að formenn flokkanna stroka út mál hinna flokkanna,“ skrifar hún.

Hún segir lista ríkisstjórnarflokkanna yfir þau mál sem stjórnin vill klára fyrir sumarið styttast dag frá degi.

„Og sennilega munu þessi mál komast fyrir á servíettu þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna flýja hvert annað eftir erfiðar ræður og fýluleg viðtöl í kjölfar umræðu um vantraust.

Gremja VG með ræður þingmanna Sjálfstæðisflokks um óþol þeirra gagnvart VG birtist núna eins og kennslubókarefni um meðvirkni.“

Þorbjörg Sigríður segir VG liða kvarta á netinu um að stjórnarandstaðan hefði mátt standa betur með þeirra bestu konu. Þau hefðu mátt standa betur með henni. „Stjórnarandstöðuflokkur mun á öllum eðlilegum tímum kjósa með vantrausti. Fólk sem man eftir VG í stjórnarandstöðu veit að enginn flokkur hefði gengið harðar fram þar en einmitt VG.“

Þá segir hún gremju Sjálfstæðisflokksins yfir því að hafa þurft að verja ráðherra VG vantrausti hafa verið áberandi og þingmenn flokksins hafi reynt að sannfæra sjálfa sig um að vantraustsatkvæðagreiðslan snerist í raun um traust til Bjarna Ben – og um það hver væri heitasti stuðningsmaður Bjarna Ben.

„En atkvæðagreiðslan snerist um það í skjóli hverra ráðherra ríkisstjórnarinnar situr. Niðurstaðan segir að matvælaráðherra situr áfram sem ráðherra í skjóli þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Reikningurinn fyrir þessi málalok verður í grunninn hinn sami og í fyrra:

Lítið verður um afgreidd mál á Alþingi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins