fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Eyjan

„Jón fékk sem sagt leyfi til að hrauna yfir VG og Bjarkeyju“

Eyjan
Fimmtudaginn 20. júní 2024 19:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vantrauststillaga Miðflokksins gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra, var felld á Alþingi í dag. Það sem vakti þó sérstaka eftirtekt er að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat hjá í málinu.

Málið með rekja til þess hversu langan tíma Bjarkey tók til að gefa út leyfi til hvalveiða, það þrátt fyrir að forveri hennar, Svandís Svavarsdóttir, hafi hrökklast úr embætti eftir að banna veiðarnar í fyrra. Leyfið í ár var veitt svo seint að ljóst var að ekkert yrði að veiðum í ár.

Jón Gunnarsson gerði grein fyrir afstöðu sinni í ræðu þar sem hann sagði framkomu Bjarkeyjar fordómalausa og sakaði hana um að fórna hagsmunum alþýðunnar í landinu, starfsfólks og fyrirtækja á „altari málstaðar sem engar forsendur eru fyrir“. Jón sakaði Bjarkeyju um blekkingar. Hún hafi dregið lappirnar viljandi með að gefa út leyfi til hvalveiða með tilheyrandi tjóni fyrir starfsgreinina. Þetta hafi hún gert þrátt fyrir að ákvörðun forvera hennar hafi verið ólögmæt.

Það væri eðlileg krafa að Bjarkey segi af sér embætti þar sem ábyrgðin á stöðu hvalveiða liggi hjá henni og hennar þingflokki, flokki sem eigi kannski takmarkað erindi hreinlega á Alþingi.

Jón sagði „Virðulegur forseti. Það eru viðsjárverðir tímar í íslenskri pólitík og ábyrgðarhluti að rjúfa ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á þessum degi. Ég treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar og ég greiði því ekki atkvæði.“

Hljóti að hafa fengið leyfi til að hrauna

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þessi afstaða Jóns hljóti að hafa afleiðingar. Telur hún ljóst að þegar þingmaður flokks í meirihluta talar af viðlíkri heift til ráðherra í eigin ríkisstjórn þá hljóti hann fyrst að hafa fengið heimild til þess hjá eigin þingflokk. Oddný skrifar á Facebook:

„Jón Gunnarsson stjórnarþingmaður og fyrrverandi ráðherra hafði uppi stór orð um VG á Alþingi í dag.

Hann sagði að samstarfsflokkurinn VG ætti ekkert erindi á þing, flokkurinn stundi blekkingarleiki, misbeiti valdi sínu og að ráðherrarnir sem hafi fengið á sig dóma sitji í skjóli þingflokks í stað þess að víkja.

Ég trúi ekki öðru en að þessi orð Jóns Gunnarssonar hafi afleiðingar.

Hann talaði í umræðunum fyrir hönd þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hinn talsmaðurinn var forsætisráðherra. Jón fékk sem sagt leyfi til að hrauna yfir VG og Bjarkeyju.

Einhverjir hafa undrast á því að Samfylkingin hafi greitt atkvæði með vantrausti. Ráðherrar starfa ekki með stuðningi stjórnarandstöðunnar. Þeir starfa með stuðningi stjórnarflokkanna. En það eru ekki allir stjórnarflokkarnir með í liðinu. Það koma svo berlega í ljós í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn