Heilbrigðisráðuneytið fór ekki að lögum þegar það staðfesti málsmeðferð landlæknis á kvörtun, þar sem embætti landlæknis lagði málið ekki í réttan farvegi. Þetta kemur fram í áliti Umboðsmanns Alþingis.
Aðili hafði kvartað til landlæknis út af meintri vanrækslu og ótilhlýðilegri framkomu sem hann taldi sig hafa orðið fyrir við í samskiptum sínum við heimilislækni. Kvartandi lýsti því meðal annars svo að téður læknir hefði ekki ávísað tilteknum lyfjum samhliða annarri lyfjagjöf sem hefði leitt til veikinda. Læknirinn hefði ekki tekið vel á móti honum þegar hann kom í pantaðan tíma og að lokum hafði hann heyrt tal tveggja annarra lækna sem ræddu sín á milli um ummæli læknisins um kvartanda. Þetta heyrði kvartandi og fannst tilvitnuð ummæli óviðurkvæmileg.
Embætti landlæknis leit á kvörtunina sem athugasemdir við þjónustu fremur en formlega kvörtun. Embættið sendi kvörtunina á téðan lækni í október 2022. Læknirinn var beðin um að svara þessum athugasemdum skriflega og þá myndi embættið athuga hvort tilefni væri til að fylgja málinu eftir. Læknirinn skrifaði kvartanda bréf um mánuði síðar og eftir það taldi landlæknir málinu lokið. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti málsmeðferðina og tók fram að kvörtun til landlæknis þurfi að ná ákveðnum lágmarksþröskuldi svo farið sé með málið sem formlega kvörtun frekar en athugasemd. Ráðuneytið taldi ljóst að í tilfelli kvartanda væri athugasemd við framkomu heimilislækna en ekki haldið fram atvikum sem lúti að meintum mistökum eða vanrækslu.
Umboðsmaður segir heilbrigðisráðuneytið hafi ekki sömu heimildir við endurskoðun á niðurstöðu landlæknisembættisins og almennt gildir um stjórnvaldsákvarðanir lægra setts stjórnvalds. Ráðuneytið geti ekki endurskoðað það efnislega mat eða sérfræðilega niðurstöðum landlæknis. En hins vegar geti ráðuneytið metið hvort að landlæknir hafi fylgt réttum lagareglum við meðferð kvartana. Í téðu tilviki hafi kvartandi haldið fram vanrækslu og dónalegri framkomu. Landlæknir beri að tryggja réttindi og hagsmuni sjúklinga og þeir sem kvarta til embættisins eiga að njóta réttaröryggis í samræmi við lög. Ef erindi er tekið fyrir sem athugasemd frekar en kvörtun þá njóta kvartendur ekki þeirra réttinda sem kveðið er á um í stjórnsýslulögum. Þar með hafi ákvörðun landlæknis að fara með málið sem athugasemd fremur en kvörtun skert réttindi kvartanda. Landlækni bar landlækni að ljúka málinu með formlegri afgreiðslu.
Með því að staðfesta þessa röngu málsmeðferð landlæknis hafi heilbrigðisráðuneytið ekki farið eftir lögum og því mælist umboðsmaður fyrir um að málið verði tekið aftur til meðferðar, verði eftir því leitað.