fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Kevin Spacey brast í grát í viðtali – Segist vera að missa húsið sitt og gengst við að hafa verið fjölþreifinn

Fókus
Miðvikudaginn 12. júní 2024 15:09

(Mynd: Scott Eisen/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Kevin Spacey gengst við því að hafa verið fjölþreifinn í samskiptum sínum við karlmenn í gegnum tíðina og að hafa beitt kynferðislegri áreitni. Hann segir ekki beint að um áreitni hafi verið að ræða heldur orðar það svo að hann hafi snert aðra kynferðislega án þess að vita að þeir kærðu sig ekki um slíka snertingu. Hann opnar sig um þetta í viðtali við Piers Morgan þar sem stutt var í tárin.

Spacey táraðist þegar hann greindi Morgan frá því að í þessari viku verði heimili hans í Baltimore selt nauðungarsölu út af gífurlegum skuldum. „Ég þarf að snúa aftur til Baltimore og koma öllum eignum mínum í geymslu. Ég veit ekki hvar ég mun búa núna.“

Morgan spurði þá hvers vegna hann væri að missa húsið og Spacey svaraði því til að hann hreinlega geti ekki staðið undir skuldum sínum. Hann hafi íhugað að fara í gjaldþrot en þó fundið leiðir til að komast hjá því, að minnsta kosti til þessa, en hann viti ekki hversu lengi hann getur komist hjá því.

Spacey var í fyrra sýknaður af ásökunum fjögurra karlmanna sem sökuðu hann um kynferðisbrot. Leikarinn var fyrir nokkrum árum síðan einn virtasti leikarinn í Hollywood en hefur nú fallið í ónáð eftir fjölda ásakana um kynferðisbrot. Nýlega kom út heimildarmyndin Spacey Unmasked þar sem rætt var við 10 karlmenn sem sögðust hafa lent í Spacey, en enginn þessara 10 hafði þó formlega kært leikarann. Spacey hefur gagnrýnt myndina fyrir að vera einhliða umfjöllun sem byggi á nafnlausum sögum sem hann hafi ekki fengið að svara fyrir. Hann minnti á að fjögur mál hafi verið tekin fyrir af dómstólum og hann í öllum tilvikum sýknaður.

Svo virðist sem að margir virtir kollegar Spacey séu komnir með nóg af útskúfun hans í Hollywood. Stjörnurnar Sharon Stone, Stephen Fry og Liam Neeson hafa öll stigið fram til að lýsa yfir stuðningi við Spacey sem þau kalla snilling sem eigi fullt erindi í kvikmyndaiðnaðinn.

Independent greinir frá 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Í gær

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin