Arsenal mun missa af sóknarmanninum Joshua Zirkzee en frá þessu greinir blaðamaðurinn Matteo Moretto.
Moretto er nokkuð virtur í heimalandi sínu, Ítalíu, en ljóst er að Zirkzee er á förum frá Bologna í sumar.
Framherjinn var opinn fyrir því að vera áfram hjá félaginu en eftir brottför Thiago Motta hefur hann ákveðið að leita annað.
Arsenal var talið vera í bílstjórasætinu en enska félagið vill ekki borga 40 milljónir evra líkt og AC Milan er tilbúið að gera.
Um er að ræða 23 ára gamlan Hollending sem skoraði 12 mörk í 37 leikjum á síðustu leiktíð fyrir Bologna.
AC Milan mun því tryggja sér þennan ágæta leikmann sem var áður á mála hjá Bayern Munchen.