fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Fyrrverandi stjórnendur Glerborgar ákærðir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. júní 2024 15:37

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir fyrrverandi stjórnendur félagsins Megna ehf., sem áður hét Glerborg, hafa verið ákærðir fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í rekstri félagsins.

Meint brot ná yfir rekstrarárin 2020 og 2021. Þeir félagar eru sakaðir um að hafa ekki staðið skil á greiðslu virðisaukaskatts upp á rúmlega 45 milljónir króna.

Einnig eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna fyrirtækisins. Nema þessi vanskil um 52 og hálfri milljón króna. Nema meint skattsvik í heild tæplega 100 milljónum króna.

Glerborg var stofnuð árið 2004 samkvæmt upplýsingum í fyrirtækjaskrá Skattsins. Nafni fyrirtækisins var breytt í Megna ehf. og undir því nafni varð fyrirtækið gjaldþrota árið 2021. Þetta var stórt gjaldþrot því lýstar kröfur í búið námu 427,5 milljónum króna. Fékkst upp í 10,68% af lýstum kröfum og nam sú úthlutun yfir 45 milljónum króna, eða 45.648.390 kr.

Málið gegn stjórnendunum verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 4. júní. Héraðssaksóknari krefst þess að þeir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaður. Algengar refsingar í viðlíka málum eru skilorðsbundið fangelsi og háar fjársektir.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni og vildi banna fréttaflutning af málinu

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni og vildi banna fréttaflutning af málinu
Fréttir
Í gær

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg boðar harðari aðgerðir gegn skipulögðum glæpahópum

Þorbjörg boðar harðari aðgerðir gegn skipulögðum glæpahópum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll