fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Guðjón birtir magnað myndskeið sem sýnir hreyfinguna á jörðinni rétt áður en gosið byrjaði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. maí 2024 09:01

Hreyfingin sést nokkuð vel þar sem rauði hringurinn er.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Rafnar Rúnarsson birti í gærkvöldi býsna athyglisvert myndband sem sýnir þá miklu krafta sem leynast í iðrum jarðar. Myndbandið sýnir nefnilega glöggt hreyfinguna sem varð á jarðskorpunni um það leyti sem gosið byrjaði.

Myndbandið byrjar þegar klukkan er um það bil tólf á hádegi en um klukkustund áður sendu Almannavarnir frá sér tilkynningu um aukna skjálftavirkni sem gæti verið undanfari eldgoss eða kvikuhlaups. Það var svo rétt eftir klukkan 12 á hádegi að vísindamenn staðfestu að kvikuhlaup væri hafið og flest benti til þess að eldgos væri yfirvofandi. Gosið hófst svo rétt fyrir klukkan 13.

Guðjón birti myndbandið á Facebook-síðunni Jarðsöguvinir þar sem það vakti talsverða athygli. Einhverjir veltu þó fyrir sér hvort sól og skuggi væru mögulega að störfum og blekktu augað. Aðrir sjá þó augljósa hreyfingu sem ætti kannski ekki að koma á óvart sé litið til þess gríðarlega magns kviku sem safnast hafði fyrir áður en gosið hófst. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu