fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Gylfi Þór enn ekkert æft og fer í myndatöku

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. maí 2024 13:32

Gylfi og félagar mæta KR. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má búast við því að Gylfi Þór Sigurðsson fari í myndatöku á næstunni til að taka stöðuna á bakmeiðslum sem hann hefur verið að glíma við.

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, sagði frá þessu í samtali við 433.is í Laugardalnum í dag, en rætt var við hann í tilefni að drætti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Gylfi hefur farið vel af stað með Val en var ekki með í síðasta leik, bikarleik gegn Aftureldingu. Arnar sagði fyrir þann leik að hann hefði ekkert getað æft vegna bakmeiðsla og staðan hefur lítið breyst síðan.

„Hann er að basla í bakinu og hefur ekkert verið að æfa. Það er verið að skoða stöðuna. Ég held að planið sé að fara í myndatöku og skoða hlutina. Þetta er spurningamerki,“ sagði Arnar við 433.is.

Valur heimsækir HK í Bestu deild karla í kvöld en Gylfi verður ekki með í þeim leik vegna meiðsla sinna.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Arnar, en þar var farið yfir víðan völl.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Framlengdu samning hans í kyrrþey á meðan hann var í veðmálabanni

Framlengdu samning hans í kyrrþey á meðan hann var í veðmálabanni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Liverpool var frá í meira en 500 daga – Mætti aftur á völlinn og er í skýjunum

Fyrrum leikmaður Liverpool var frá í meira en 500 daga – Mætti aftur á völlinn og er í skýjunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rashford að vakna og tölfræðin bakkar hann upp

Rashford að vakna og tölfræðin bakkar hann upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar
433Sport
Í gær

Fannst látinn á hótelherbergi sínu á Benidorm – Ætlaði með föður sínum og vinum á leik um kvöldið

Fannst látinn á hótelherbergi sínu á Benidorm – Ætlaði með föður sínum og vinum á leik um kvöldið
433Sport
Í gær

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram
Hide picture