fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 25. apríl 2024 11:30

Friðjón er mörgum hnútum kunnugur þegar kemur að kosningabaráttu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins KOM, er genginn til liðs við kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur.

Friðjón greinir frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Hann segist hafa þekkt til fjölskyldu Katrínar í langan tíma.

„Ég kynntist Katrínu Jakobsdóttur fyrir sirka 30 árum þegar hún var í Morfís-ræðuliði MS sem ég þjálfaði með Kjartani vini mínum. Bræður hennar voru líka vinir mínir þegar við vorum samtíða í MS,“ segir Friðjón.

Hefur ekkert á móti öðrum

Hann segist ekki hafa verið sammála þeim í pólitík en þau séu gott fólk. Segir hann Katrínu vera mörgum kostum búin sem skipti máli í embætti forseta, að hún sé klár, heiðarleg, vinnusöm og hafi reynslu og þekkingu á stjórnskipan landsins.

„Ég hef ekkert á móti þeim sem helst etja kappi við Katrínu, allt það fólk myndi standa sig með sóma í embætti. En ég styð Katrínu vegna þess að ég þekki hana líklega best allra frambjóðenda og tel mig vita hvernig forseti hún yrði,“ segir Friðjón.

Beðinn að ganga til liðs við teymið

Hann segist hafa gefið vinum sínum í teymi Katrínar ráð um praktísk atriði kosningabaráttu. Í byrjun vikunnar hafi hann svo verið beðinn um að ganga til liðs við teymið.

„Það var mér ljúft og skylt, enda treysti ég, eins og áður sagði, Katrínu best til starfans af þeim sem verða í kjöri. Ég vona bara að framlagið komi að gagni,“ segir Friðjón. „Forsetaembættið snýst ekki um stjórnmálaskoðanir þess sem þar situr ef viðkomandi er heilsteypt manneskja og fylgir í stórum dráttum þeim hefðum og venjum sem þar hafa skapast í tímans rás.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna