fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 19. apríl 2024 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, er með forskot á Baldur Þórhallsson samkvæmt nýrri könnun Maskínu á fylgi forsetaframbjóðenda.

Könnunin fór fram dagana 12. til 16. apríl og voru svarendur 1.020 talsins. Þátttakendur voru dregnir með tilviljun úr Þjóðskrá og eru alls staðar að af landinu, 18 ára og eldri.

31,4% aðspurðra segjast ætla að kjósa Katrínu í forsetakosningunum sem fram undan eru en 24,0% segjast ætla að kjósa Baldur. Jón Gnarr kemur svo þar á eftir með 18,9% fylgi.

Fylgi allra þessara þriggja frambjóðenda lækkar á milli kannana en síðasta könnun var birt 8. apríl. Halla Hrund Logadóttir, sem kemur þar á eftir þessum frambjóðendum, virðist vera að sækja í sig veðrið og mælist fylgi hennar nú 10,5% en var 5,7% í síðustu könnun.

Halla Tómasdóttir er með 6,7% fylgi en aðrir frambjóðendur eru með undir 5%. Í þeim hópi eru Arnar Þór Jónsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Sigríður Hrund Pétursdóttir, Guðmundur Felix Grétarsson og Helga Þórisdóttir. Aðrir frambjóðendur sem ekki eru nefndir hér eru samanlagt með 0,2% fylgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?