fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Hildur segir að rætt verði um mögulegan arftaka Katrínar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 15:07

Hildur Sverrisdóttir. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Hildur Sverrisdóttir, hefur kallað þingflokkinn saman til fundar á morgun vegna mögulegs forsetaframboðs Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Mbl.is greinir frá.

Sterkar vísbendingar eru um að framboð Katrínar sé yfirvofandi en stofnað hefur verið til lénsins katrinjakobs.is og er rétthafi þess sá sami og er skráður greiðandi fyrir katrinjakobsdottir.is sem varð til 11. október.

DV spurði Hildi hvort búast megi við því að rætt verði um mögulegan arftaka Katrínar á fundi Sjálfstæðismanna á morgun og þá á þeim forsendum að ekki sé sjálfgefið að sá arftaki kæmi úr röðum VG. Hildur segir:

„Við munum ræða hvað mögu­legt fram­boð for­sæt­is­ráðherra gæti haft í för með sér, það þá þar á meðal.“

Aðspurð segir Hildur að hún hafi ekki rætt málið við Katrínu Jakobsdóttur sjálfa. – Álitsgjafar hafa varpað fram þeirri sviðsmynd að framboð Katrínar gæti leitt það af sér  að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra yrði forsætisráðherra. DV spurði Hildi hvernig henni litist á það. Hún svaraði af varkárni:

„Tökum eitt skref í einu.“

Í viðtali við mbl.is sagði Hildur:

„Já ég get staðfest að við mun­um halda þing­flokks­fund á morg­un. Þrátt fyr­ir að Alþingi sé ekki að störf­um finnst mér rétt að boða til þing­flokks­fund­ar vegna þess­ar­ar stöðu. Þó að ekk­ert liggi fyr­ir enn sem komið er finnst mér eðli­legt að við ræðum sam­an okk­ar í milli hvað mögu­legt fram­boð for­sæt­is­ráðherra gæti haft í för með sér.“

Hildur segir að hún telji meiri líkur en minni á því að Katrín fari í forsetaframboð:

„Miðað við þann tíma sem hef­ur liðið þá myndi ég per­sónu­lega halda að það væru meiri lík­ur en minni. En ég hef ekk­ert meiri fyr­ir mér í því held­ur en hver ann­ar sem er að fylgj­ast með þess­ari at­b­urðarás að svo komnu máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið