fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Nýjasti kaflinn í Sunnukrikaharmleiknum – Ingi Rafn þarf að greiða risasekt – Missti starfsmann í vinnuslysi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. mars 2024 12:30

Sunnukriki 3. Húsið er nú fullbyggt. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 15. mars síðastliðinn var Ingi Rafn Bragason sakfelldur fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagins Ingi & son.

Ingi var sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri félagsins, frá september 2019 og út febrúar 2020. Nema þessar upphæðir rétt tæplega 9,5 milljónum króna. Hann var ennfremur sakaður um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir þrjá síðustu mánuði ársins 2019 og fyrir september og október 2020. Nema þessar upphæðir samtals rétt tæplega 22 milljónum króna. Meint skattsvik námu yfir 30 milljónir króna.

Var Ingi dæmdur í 16 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á rúmlega 42 milljónir króna. Dóminn má lesa hér.

Banaslys á vinnusvæði

Fyrirtækið Ingi & son var stofnað árið 2019 en úrskurðað gjaldþrota í lok marí árið 2020. Það var afskráð í lok sumars árið 2021.

Skattsvik eru sannarlega ekki einu ótíðindin sem tengd eru við sögu fyrirtækisins en það komst í fréttir í byrjun mars 2020 vegna hörmulegs banaslyss. Þann 3. mars árið 2020 sendi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá sér tilkynningu um alvarlegt slys á byggingarsvæði í Mosfellsbæ:

„Alvarlegt slys varð í Sunnukrika í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu, en allnokkrir menn voru þar við vinnu þegar óhappið varð og lentu tveir þeirra í slysinu. Tilkynning um slysið barst kl. 14.30 og hélt fjölmennt lið viðbragsaðila þegar á vettvang. Ekki er hægt að veita upplýsingar um ástand mannanna tveggja að svo stöddu.“

Á vettvangi voru starfsmenn frá Ingi & son við störf, en fyrirtækið var undirverktaki í verkefninu. Aðalverktaki var Arnarhvoll. Einn starfsmaður Ingi & son lést í slysinu og annar slasaðist alvarlega. Farið var yfir málið í frétt RÚV í mars árið 2021. Þar kemur fram að Vinnueftirlitið hafði úrskurðað að öryggisreglum og verkferlum hafi ekki verið fylgt við byggingu hússins. Mennirnir tveir féllu niður um um átta metra er burðarvirki gaf sig. Annar lést og hinn slasaðist alvarlega. „Þriðji maðurinn slapp naumlega. Hann hafði stýrt krana, án réttinda, sem hífði plöturnar upp og hinir tóku á móti. Mennirnir sáu fljótt að plöturnar voru skakkar á stoðunum og þegar þeir ætluðu að athuga það betur gáfu þær sig og mennirnir tveir féllu 8 metra niður á steypt gólf. Annar varð undir plötunum og lést á slysstað en hinn slasaðist alvarlega,“ segir í frétt RÚV og jafnframt að reglur og verkferlar hafi verið þverbrotin, sem orsakaði slysið.

Maðurinn sem lést var á sextugsaldri og sá sem slasaðist var um fimmtugt. Báðir mennirnir voru Pólverjar með langa starfsreynslu og báðir starfsmenn hjá Ingi & son.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Í gær

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Í gær

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“