fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Ásmundur segir að leigubílstjórar eigi inni afsökunarbeiðni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. mars 2024 13:27

Ásmundur Friðriksson talaði minnst á þingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er þeirrar skoðunar að leigubílstjórar og viðskiptavinir þeirra eigi inni afsökunarbeiðni hjá þingmönnum sem samþykktu breytingar á lögum um leigubílakstur,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ásmundur gerir á Facebook-síðu sinni fréttir síðustu daga að umtalsefni, meðal annars brotalamir á svokölluðum harkaraprófum eins og fjallað hefur verið um. Dæmi eru um að erlendir einstaklingar sem taka slík próf nái þeim með bravúr, þrátt fyrir að skilja ekki íslensku.

Sjá einnig: „Startgjaldið“ komið í 10 þúsund krónur þegar farþeginn kom inn í bílinn
Sjá einnig: Bergþóra lýsir svindlinu: „Útlendingarnir taka myndir af spurningunum“

Ásmundur segir á Facebook-síðu sinni að sú mynd sem dregin er upp af stöðunni á leigubílamarkaði sé verri en nokkur átti von á.

„Fréttir af árásum bílstjóra á viðskiptavini, aðallega konur, taxtasvindl og hálf ónýtir bílar hafa stórskaðað ásýnd og starfsstétt leigubílstjóra. Þá hefur framkvæmdin náð ákveðnum hæðum, (lægðum) með fréttum af prófafyrirkomulagi fyrir leigubílslaprófi, harkarapróf,“ segir Ásmundur sem er ekki ánægður með þróun mála.

„Sem gamall félagi í Hrekkjalómafélaginu hefðu uppfinningasamir félagar í þeim félagsskap ekki getað fundið upp annan eins furðuhrekk til að gera grín af leigubílstjórastéttinni og aðgengi að henni eins og nú er gert,“ segir Ásmundur sem endar færslu sína á þessum orðum:

„Við verðum að endurskoða þá breytingu sem þingið gerði á lögunum og biðja leigubílstjóra og viðskiptavini þeirra afsökunar á fljótræði þingsins að skapa glundroða í þjónustu leigubílstjóra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil