fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

„Startgjaldið“ komið í 10 þúsund krónur þegar farþeginn kom inn í bílinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. mars 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er lögleysa,“ segir Daníel O. Einarsson, formaður Bifreiðarstjórafélagsins Frama, í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Daníel vísar þarna til breytinga á lögum sem tóku gildi í fyrra þar sem heimildir til aksturs leigubíla voru rýmkaðar töluvert en fjallað hefur verið talsvert um málið síðustu vikur.

Daníel segir að áhyggjur hans og fleiri snúi að öryggi farþega og á það hafi verið bent áður en frumvarpið varð að lögum í fyrra. Ráðherra hafi einnig svikið það loforð sem hann gaf Frama um að halda fund með forsvarsmönnum félagsins áður en frumvarpið varð að lögum.

Daníel segir við Morgunblaðið að misbrestur sé á því að fylgst sé með að löggiltir gjaldmælar séu í öllum leigubílum. Lögin kveði á um að heimilt sé að aka leigubílum án gjaldmælis sé samið um verð fyrir fram.

Hann kveðst hafa heyrt dæmi þess að farþegar séu krafðir um háar fjárhæðir fyrir akstur á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur.

Bendir hann á eitt dæmi frá Keflavíkurflugvelli þar sem gjaldmælir var settur í gang þegar viðkomandi leigubílstjóri mætti í röðina. Þannig séu til myndir sem sýna gjaldmæli standa í 10 þúsund krónum þegar lagt var af stað frá flugvellinum til Reykjavíkur.

„Vandinn er samt sá að þeir sem eru einir á „eigin stöð“ eru mjög margir og hafa eigin verðskrá. Allar leigubifreiðar eiga að vera með verðskrá sýnilega áður en sest er inn í bifreiðina. Það er ekki víst að því sé fylgt eftir,“ segir Daníel við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð
Fréttir
Í gær

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér
Fréttir
Í gær

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða
Fréttir
Í gær

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?