fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Gylfi Þór búinn að skrifa undir hjá Val

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. mars 2024 12:57

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skrifa undir samning við Val samkvæmt öruggum heimildum 433.is.

Þessi markahæsti landsliðsmaður Íslands er sem stendur með liðinu í æfingaferð, en hann hefur verið sterklega orðaður við Hlíðarendafélagið. Nú er hann genginn í raðir félagsins og tekur slaginn með því í Bestu deildinni í sumar.

Gylfi sneri aftur á völlinn í haust með Lyngby og íslenska landsliðinu en hann rifti samningi sínum við Lyngby vegna meiðsla í vetur og fór í endurhæfingu á Spáni.

Meira
Margir stórir komið heim en það á enginn séns í stærðina á Gylfa Sigurðssyni

Gylfi er einn fremsti leikmaður Íslandssögunnar, á yfir 80 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 27 mörk, flest allra.

Þá hefur Gylfi spilað fyrir Tottenham, Everton og Swansea í ensku úrvalsdeildinni, svo eitthvað sé nefnt.

Þrátt fyrir að hafa snúið aftur í landsliðið í haust er talið ólíklegt að hann verði í hópnum fyrir umspilsleikinn gegn Ísrael síðar í þessum mánuðum. Tilkynnt verður um það á föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bruno með mikla yfirburði – Skapar meira en nokkur annar fyrir samherja sína

Bruno með mikla yfirburði – Skapar meira en nokkur annar fyrir samherja sína
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Upphitun fyrir stórleikinn með Stefáni Árna – Wall street, leigubílar og fáránlegt umstang

Upphitun fyrir stórleikinn með Stefáni Árna – Wall street, leigubílar og fáránlegt umstang
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lýsir erfiðum tuttugu dögum á vökudeildinni – „Því miður misstum við hana, litlu lungun hennar gáfust upp“

Lýsir erfiðum tuttugu dögum á vökudeildinni – „Því miður misstum við hana, litlu lungun hennar gáfust upp“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool útilokar að kaupa Guehi í janúar – Telja að sögurnar séu gabb

Liverpool útilokar að kaupa Guehi í janúar – Telja að sögurnar séu gabb
433Sport
Í gær

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans
433Sport
Í gær

Sverrir ræðir fjarveru sína á leiktíðinni – „Það er bara undir mér komið“

Sverrir ræðir fjarveru sína á leiktíðinni – „Það er bara undir mér komið“