fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Gylfi Þór búinn að skrifa undir hjá Val

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. mars 2024 12:57

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skrifa undir samning við Val samkvæmt öruggum heimildum 433.is.

Þessi markahæsti landsliðsmaður Íslands er sem stendur með liðinu í æfingaferð, en hann hefur verið sterklega orðaður við Hlíðarendafélagið. Nú er hann genginn í raðir félagsins og tekur slaginn með því í Bestu deildinni í sumar.

Gylfi sneri aftur á völlinn í haust með Lyngby og íslenska landsliðinu en hann rifti samningi sínum við Lyngby vegna meiðsla í vetur og fór í endurhæfingu á Spáni.

Meira
Margir stórir komið heim en það á enginn séns í stærðina á Gylfa Sigurðssyni

Gylfi er einn fremsti leikmaður Íslandssögunnar, á yfir 80 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 27 mörk, flest allra.

Þá hefur Gylfi spilað fyrir Tottenham, Everton og Swansea í ensku úrvalsdeildinni, svo eitthvað sé nefnt.

Þrátt fyrir að hafa snúið aftur í landsliðið í haust er talið ólíklegt að hann verði í hópnum fyrir umspilsleikinn gegn Ísrael síðar í þessum mánuðum. Tilkynnt verður um það á föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mjög óvænt nafn orðað við stjórastarfið hjá Chelsea

Mjög óvænt nafn orðað við stjórastarfið hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir stjörnu United að koma sér burt í sumar – ,,Væri gott skref fyrir hann“

Segir stjörnu United að koma sér burt í sumar – ,,Væri gott skref fyrir hann“
433Sport
Í gær

Gagnrýnir knattspyrnusambandið eftir starfsviðtal – ,,Var ekki komið vel fram við mig“

Gagnrýnir knattspyrnusambandið eftir starfsviðtal – ,,Var ekki komið vel fram við mig“
433Sport
Í gær

Varane gæti tekið gríðarlega óvænt skref aðeins 31 árs gamall

Varane gæti tekið gríðarlega óvænt skref aðeins 31 árs gamall