fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Orri Steinn ræðir stöðuna í Kaupmannahöfn – „Ég hef aldrei upplifað svona áður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. mars 2024 09:35

Orri Steinn og Erling Haaland. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson virðist vera kominn aftur í náðina hjá Jacob Neestrup, þjálfara FC Kaupmannahafnar, eftir að hafa verið úti í kuldanum undanfarið. Hann segir tímabilið hafa verið krefjandi á köflum.

Orri hafði ekki spilað keppnisleik með FCK á þessu ári en svo var hann skyndilega mættur í byrjunarliðið í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evróu gegn Manchester City í síðustu viku. Einnig byrjaði hann næsta leik í kjölfarið gegn Lyngby.

„Ég fékk þau skilaboð á ákveðnum tímapunkti á tímabilinu að það væru aðrir leikmenn á undan mér í goggunarröðinni. Þetta var mjög sérstakt, vægast sagt, því annaðhvort var ég utan hóps eða í byrjunarliðinu. Ég hef aldrei upplifað svona áður og þetta var virkilega krefjandi andlega því þú veist í raun ekkert hver staða þín er og það tekur á,“ segir Orri við Morgunblaðið í dag.

Neestrup hefur verið töluvert gagnrýndur fyrir meðferðina á Orra á leiktíðinni.

„Það lenda allir í mótlæti á fótboltaferlinum en stóra spurningin er alltaf hvernig þú tekst á við mótlætið. Ég fékk þau skilaboð að ég þyrfti að halda áfram að standa mig vel á æfingum, sem og ég gerði. Hjá mér kom ekkert annað til greina en að vinna mig aftur inn í liðið og það tókst.

Ég var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu á æfingum með byrjunarliðssæti gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Manchester. Mér fannst ég komast vel frá mínu í leiknum og er ánægður með frammistöðu mína gegn City,“ segir Orri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað